Umhverfið
Borgarlína - Samgöngutengingar
Fyrsti áfangi Borgarlínu liggur meðfram Skeifunni frá Ártúni niður í miðbæ Reykjavíkur og er ein af fyrirhuguðum stoppistöðvum línunnar um 200 metra frá aðalinngangi á jarðhæð sem snýr út að Suðurlandsbraut. Fyrirhugað er að framkvæmdum við fyrsta áfanga ljúki á árinu 2025.
Skeifan og Grensásvegur hafa alla tíð verið einn af miðpunktum almenningssamgangna og mun Borgarlínan bara auka og bæta núverandi valmöguleika fyrir gangandi og hjólandi fólk.
Laugardalurinn
Hver hefur ekki farið í sund, líkamsrækt, íþróttahallir nú eða í Húsdýra- og Fjölskyldugarðinn í Laugardalnum.
Er ekki kominn tími á að hafa alla þessa möguleika í göngufæri?
Laugardalurinn býður upp á skemmtilega fjölskyldusamveru, göngutúra, hjólatúra og kaffihús þar sem fjölskyldan getur verið saman í einstakri náttúrufegurð og kyrrð.
Elliðaárdalurinn
Með uppbyggingu hjóla- og göngustíga í borginni hafa opnast leiðir og valmöguleikar fyrir fólk að ferðast hratt og örugglega á milli staða án þess að vera í bíl.
Einn af þeim valmöguleikum fyrir íbúa Skeifunnar er klárlega að komast hratt og örugglega í Elliðaárdalinn í gegnum undirgöng og yfir brýr.
Hjólreiðamenn og göngufólk þekkja þessar leiðir og kosti þess að búa miðsvæðis í Reykjavík.