Miðjan ehf.

Atvinnuhúsnæði

Uppbygging á Grensásvegi 1 felst annars vegar í byggingu á 181 íbúð og hins vegar byggingu á um 4.000 fermetra atvinnuhúsnæði. Með skemmtilegri hönnun og skipulagi á lóðinni hefur vel tekist til að samtvinna íbúðir og atvinnustarfsemi.

Atvinnuhúsnæðið er í formi skrifstofu- og verslunarrýma. Skrifstofuturn til norðurs á sjö hæðum og verslunar- og þjónusturými meðfram Grensásvegi og upp við Skeifuna á jarðhæð.

Fjöldi stæða í bílakjallara á þremur hæðum eru 183.

Skrifstofur

Skrifstofuturn í norðurenda lóðarinnar á móti Glæsibæ er glæsilegur á að líta með bogadregnum glerfronti upp á sjö hæðir. Fermetrafjöldi þessara sjö hæða eru tæpir 2.600 fermetrar og er 7. hæðin inndregin með svölum. Teiknuð er mataraðstaða/mötuneyti á hverri hæð en ekkert er því til fyrirstöðu að breyta slíku svæði í skrifstofuaðstöðu ef sama fyrirtæki leigir fleiri en eina hæð.

Útsýnið af hæðunum er glæsilegt. Á efri hæðum er fjallasýn í norður að Esjunni og í austurátt að Hellisheiði. Á öllum hæðum sést yfir Laugardalinn þó að betri sýn sé auðvitað þegar ofar dregur í turninn, svo ekki sé talað um sjávarsýnina frá efstu hæðunum.

Skrifstofuturninn býður upp á fjölbreytta og glæsilega aðstöðu fyrir fyrirtæki af öllum stærðum miðsvæðis í Reykjavík. Góðar samgöngutengingar eru í allar áttir fyrir keyrandi, hjólandi og fyrir stækkandi hóp þeirra sem velur almenningssamgöngur. Fyrsti áfangi Borgarlínu liggur fram hjá húsnæðinu frá Ártúni niður í miðbæ Reykjavíkur og er ein af fyrirhuguðum stoppistöðvum línunnar um 200 metra frá aðalinngangi á jarðhæð sem snýr út að Suðurlandsbraut.

Aðgengi verður að 183 bílastæðum í samnýttri bílageymslu á þremur hæðum neðanjarðar. Fyrirkomulagið verður leigustæði til langtíma en einnig verða skammtímastæði innan dagsins fyrir viðskiptavini og gesti. Áhersla verður lögð á skilvirkni og einfaldleika varðandi fyrirkomulag/greiðslur fyrir stæði.

Tvær lyftur hlið við hlið þjóna skrifstofuturninum eingöngu.

Stór og mikil hjólageymsla verður á efstu hæð kjallara hússins fyrir íbúa og atvinnuhúsnæði. Einnig er stefnan að setja upp hraðhleðslustöðvar í fullbúnum bílakjallara, ásamt því að bjóða leigjendum atvinnuhúsnæðis upp á aðgang að deilibílum til að fá sem besta samnýtingu á bílastæðum/verðmætum.

Skrifstofuturninn á Grensásvegi 1 er góð viðbót við skrifstofubyggingar meðfram Suðurlandsbrautinni og kominn tíma á nýbyggingu á þessum rótgróna stað fyrir atvinnurekstur í borginni.

Jón Þór Hjaltason, framkv.stjóri Miðjunnar hf.
midjan@simnet.is

Verslanir

Frá jarðhæð skrifstofuturns móti Glæsibæ til suðurs að gatnamótum Grensásvegar og Ármúla eru verslunar- og þjónustueiningar sem snúa að Grensásvegi í tveimur aðskildum húsum, þ.e. annars vegar Grensásvegi 1A og hins vegar Grensásvegi 1B.

Viðkomandi þjónustueiningar ná ekki alla leið í gegnum viðkomandi hús í austur þar sem íbúðir snúa að inngarði.

Hins vegar verður öll jarðhæð Grensásvegar 1C í suðurenda lóðar, eða um 500 fermetrar, undir atvinnustarfsemi, ásamt lager- og starfsmannaaðstöðu í kjallara.

Í gegnum tíðina hefur verslunar- og atvinnusvæðið í Skeifunni, Ármúla og Síðurmúla haldið sínu aðdráttarafli á höfuðborgarsvæðinu og því skemmtilegt að geta boðið upp á aðgengi að nýju húsnæði á þessu svæði.