Grensásvegur
Miðsvæðis
Það er okkur sönn ánægja að geta sett í kynningu og sölu glæsilegar og vandaðar íbúðir miðsvæðis í Reykjavík.
Svæðið í kringum Laugardalinn er mjög eftirsóknarvert fyrir alla aldurshópa og í Glæsibæ, Skeifunni og Ármúlanum má finna alla þá þjónustu sem nöfnum tjáir að nefna.
Þar má telja læknisþjónustu, heilsugæslu, matvöruverslanir, sérverslanir, veitingastaði, líkamsrækt, samgöngutengingar og skóla í innan við fimm mínútna göngufæri.
Vilt þú vera hluti af fullbúnu hverfi?
Glæsileg hönnun
Húsin eru hönnuð af Archus og Rýma arkitektastofum. Archus sá einnig um alla innanhúshönnun og efnisval.
- Allar innréttingar eru sérsmíðaðar
- Innfelld LED lýsing á flestum stöðum í lofti og einnig í eldhúsinnréttingu að hluta
- Svartur yfirfelldur eldhúsvaskur með svörtu blöndunartæki
- Baðherbergi flísalögð með 60x60 cm flísum frá gólfi til lofts
- Svalahandrið úr gleri
- Gólfhiti í íbúðum
- Glæsileg Bosch tæki í eldhúsi
Má bjóða þér íbúð sem uppfyllir allar nútímakröfur?
Laugardalurinn
Við getum skrifað endalaust um frábæra staðsetningu íbúðanna varðandi alla þjónustu en rúsínan í pylsuendanum er Laugardalurinn í allri sinni dýrð. Sund, líkamsrækt, íþróttahallir, leikvellir, Húsdýra- og Fjölskyldugarðurinn og Grasagarðurinn.
Laugardalurinn býður upp á skemmtilegar samverustundir, göngutúra, hjólatúra og kaffihús þar sem fjölskyldan getur verið saman í einstakri náttúrufegurð og kyrrð.
Upplifun íbúa
Björgvin Franz Gíslason er einn ánægðra kaupenda á Grensásvegi 1. Við tókum hús á honum þar sem hann segir frá sinni upplifun á kaupunum og hvernig er að búa á þessu svæði.
Þjónusta í nágrenni
Ein af allra áhugaverðustu staðreyndunum um staðsetningu íbúðanna er hversu stutt er í alla þjónustu. Og þá meinum við meira og minna alla þá þjónustu sem við leitum eftir á degi hverjum, s.s. verslanir af öllu tagi, veitingastaði, líkamsrækt, skóla og læknisþjónustu.
- Verzlunarskóli Íslands
- Fjölbraut Ármúla
- Álftamýrarskóli
- Langholtsskóli
- Vogaskóli
- Menntaskólinn við Sund
- Elko
- Fiskikóngurinn
- Krónan
- Bónus
- Hagkaup
- Vegan búðin
- Vínbúðin
- Hafberg fiskverslun
- Saffran
- Tokyo Sushi
- Bombay Bazaar
- BK Kjúklingur
- Pizzan
- Metro
- Flóran Garden Bistró
- Junkyard
- Dominos
- Subway
- KFC
- Hundagerði í Laugardal
- Hreyfing Heilsulind
- Elliðaárdalur
- Fjölskyldu og Húsdýragarðurinn
- Skautahöllin
- Ármann
- Þróttur
- World Class Laugum
- Laugardalur
- Laugardalslaug
- Yoga Shala
- Tennis og badmintonfélag Reykjavíkur
- Lýtalækningastöð Reykjavíkur Glæsibæ
- Augnlæknar Glæsibæ
- Húðlæknar Glæsibæ
- Tannlæknastofan Glæsibæ
- Læknamiðstöðin Glæsibæ
- Fótaaðgerðastofa Glæsibæ
- Heilsugæslan Glæsibæ